Um Netherja

Okkar saga er ekki mikilfengleg og því viljum við ekki breyta.

Ágæti viðtakandi...,

Hæjo, Kjartan heiti ég og rek 'fyrirtækið' Netherji á minni kennitölu. 'Við' erum með starfsstöð í Laugardalnum í Reykjavík og sem lítill aðli þjónustum aðra litla aðila eins og lítil fyrirtæki og einstaklinga.

Okkar þjónustusvið er allt sem tengist netinu og annari upplýsingatækni sem er m.a. mikilvæg í rekstri. Það þýðir einföldu hlutirnir eins og tölvupóstur, símkerfi, vefhýsing, innheimtukerfi, o.fl. en líka þjónusta eins og vefsíðugerð, uppsetning á netkerfum, leiga á búnaði, o.fl.

Við prýðum okkur á að vera lítill, óháður, og, áreiðanlegur samstarfsaðili í viðskiptum. Þar með markaðssetjum við okkur eiginlega öfugt við stóra spilara eins og Advania eða Origo. Reksturinn er lítill; þar með er lítið af deildum, lítið af fólki, og auðvelt að komast í samband við manneskju sem veit einhvað um einhvað. Ef netið hjá þér liggur niðri og þarf að kippa því í lag mætum við einfaldlega á svæðið. Engir þjónustugluggar og engin bið eftir svörum.

Ég, sem sá sem stendur fyrir mestmegnis af rekstri fyrirtækissins, hef starfað við vefforritun- og hönnun, ásamt hugbúnaðarþróun, í yfir 5 ár með skóla. Ég er hæfur í að framleiða flókna vefi og vefkerfi sem og einfalda og litla vefi.

Ég bý einnig yfir mikilli reynslu á sviði kerfis- og netumsjónar. Öll kerfi Netherja keyra á opnum hugbúnaði sem ég hef sett upp á opna stýrikerfinu Linux á ýmsum skýjavélum. Netherji rekur eigið AS númer, AS47326, sem sér fyrir IPv6 aðgengi innan fyrirtækissins og svo rek ég mitt eigið AS númer, AS51019.

Hjá okkur er áhersla lögð á það að nota frían og opinn hugbúnað í rekstri, bæði fyrir viðskiptavini sem og fyrirtækið sjálft, sem hefur reynst áreiðanlegur og fær hjá sumum stærstu fyrirtækjum heims. Þar má nefna Red Hat, Microsoft, Google, Amazon, o.fl.

Ég þakka lesturinn. Virðingarfyllst,

Kjartan

Saga og tilgangur fyrirtækissins

Netherji var stofnað í júlí 2024 í þeim tilgangi að gera eitt að mínum áhugamálum, þ.e. netfræði og netumsjón í samhengi tölvuneta, að einhverju sem ég gæti annast í starfstilgangi. Þá er ætluð þjónusta fyrirtækissins uppsetning og viðhald á tölvunetum, t.d. skrifstofunetum, heimanetum, o.fl. þar sem kröfur eru gerðar um áreiðanleika og þar með ekki nóg að reiða sig á það sem þjónustuveitandi lætur í té.

Hugmyndin að fyrirtækinu kviknaði í kjölfar annarar hugmyndar sem ég fékk: að nýta litlar 1U, "grunnar", vélar sem festa má í netskáp sem netbeina keyrandi á Linux/OpenBSD. Taka má sem dæmi Qotom Q20300G9 vélina sem fæst á um 30~ þús. kr. Hún er greinilega gerð í þeim tilgangi að vera netbeinir og mun hæfari en þessir sérsmíðuðu beinar sem verið er að selja í íslenskum verslunum. Með 5x 2.5Gbit RJ45 skipti og 4x 10Gbit SFP+ skipti og allt að 32GB af vinnsluminni er ein svona vél mun hæfari sem beinir í litlum sem stórum netkerfum. Og það á lægra verði en sumir heimabeinarnir.

Eftir að hafa skoðað hugmyndina nánar og ákveðið uppsetningu á þessum vélum sem ég var ánægður með hrinti ég framkvæmdinni í gang með kaup á leńunum netherji.is og netherji.com. Ég býð nú upp á þessa þjónustu, en ásamt annari þjónustu s.s. að tengja nettengingu inn í beininn, uppsetning á beininum (m.a. með tveimur eða fleirum tengingum), uppsetningu á annari almennri netþjónustu o.fl. Með því býð ég líka upp á vefsíðugerð, vefhýsingu, hýsingu á tölvupóstum, og símkerfi.

Í stuttu máli er tilvera þessa fyrirtækis leið til þess að ég fái að nördast yfir skemmtilegri tækni og fengið svolítið greitt fyrir það. Markmiðið er sjálfbærni meðal annars með því að einblína ekki á vöxt og halda tekjustofnum í þjónustu í formi verktakavinnu frekar en seldum vörum eða annari þjónustu sem krefst hærri viðskiptakostnaðar.

Um mig, Kjartan Hrafnkelsson

Ég er fæddur 2004 og uppalinn í Reykjavík. Ég er skátaforingi og hef verið skáti frá 2010. Ég hef unun af útivist og þessa dagana dreymir um að skrá mig í Hjálparsveit skáta í Reykjavík. En það verður að bíða þar sem ég er nú á mínu öðru ári við Háskóla Íslands, á fyrra ári í tölvunarfræði en nú í viðskiptafræði, og þarf að einbeita mér svolítið að því til þess að fá tilfinningu fyrir álaginu sem námið ber með sér.

Ég er með stúdentspróf frá Tækniskólanum í Reykjavík á K2: tækni og vísindaleið þar sem mikil áhersla er lögð á stærðfræði og tengingu náms og námstækni við tæknina.

Frá barnaskólaaldri hef ég haft mikinn áhuga á tölvum og virkni þeirra, sér í lagi á vefnum. Ég byrjaði að skrifa einfaldar vefsíður á átta ára aldri með lítilli hjálp frá móður minni. Þaðan frá hef ég aukið og aukið þekkingu mína á því sviði þangað til að ég fór að skrifa flókin innheimtukerfi, ásamt tengdum kerfum, fyrir hin ýmsu fyrirtæki sem ég hafði orðið meðstofnandi að og tekið þátt í að þróa. Seinna meir fór ég að hafa stærri og stærri spurningar um nethlið tölvunarfræðinnar þangað til að ég fékk loksins svar við hinni stóru spurningu "hvernig virkar internetið eiginlega, í alvörunni?" sem ég skrifaði um í pistli á blogginu mínu AS51019.

Þökk sé forvitni minni hef ég orðið nokkuð flinkur forritari án formlegrar mentunnar á því sviði, af stöfum þess að hún var ekki til staðar - þó vil ég sækjast hennar eftir BS gráðuna mína, og sömuleiðis með umsjón á tölvu- og netkerfum. Ég nefni að ofan að ég rek mitt eigið AS númer, þ.e. sjálfráða "net" innan internetsins - sem er í raun aðeins net samansett úr mörgum minni netum, en það ber númerið AS51019. Þetta er einhvað sem fæstir gera, þó nokkuð einfalt, og er því oft mætt lofi og undrun sem mér finnst ég eiginlega ekki eiga skilið.

Önnur hliðin á mínum áhugamálum hefur með viðskipti að gera, þess vegna er ég í viðskiptafræði, er því ekki skrítið að ég hafi stofnað fjögur fyriræki á fyrri árum. Þau eru: heimsnet.eu - lítið hýsingar og UT fyrirtæki; KUBBUR.com (KUBBUR Ltd.) - stærra hýsingar og UT fyrirtæki; Northlayer ehf - hugbúnaðar- og upplýsingatæknifyrirtæki; og Spaugur ehf - hugbúnaðarfyrirtæki stofnað í Reykjavík. Þessi fyrirtæki náðu öll mismunandi hæðum. T.d. var KUBBUR eitt helsta fyrirtækið í englandi í flokki aðila að selja hýsingu á 10Gbps neti, og Northlayer rak hýsingu hér á Íslandi úr netskáp í gagnaveri í Hafnarfirði sem sést ekki oft frá menntaskólastrákum í rekstri.

Gjörðir mínar í viðskiptamálum hefur kennt mér eitt eða tvennt um rekstur fyrirtækja, svosem bókhald, viðskiptastjórnun, og sölu, og það gerir mig bjartsýnn um framtíð þessa reksturs. Sér í lagi með gildin sem ég hef lagt áherslu á í rekstrinum (sjálfbærni og að einbeta sér að "töff" hugmyndum frekar en að einblína á vöxt og afkomu).

Site created with Notepad, the right way.Powered by Debianziad87Best viewed with eyesQueer owned business (bi flag)Made on GNU/LinuxEzrixkcdIPv6Hosted on Xenyth cloudW3C: SHIT HTMLQueer owned business (pride flag)Trans rights now!88x31 your ad hereI wish it was 2001!BitwardenQueer owned businessInferno CommunicationsLove blåhajde.borderlinebgp.toolsNO TO AI GENERATED IMAGESArchive.orgResponsive websiteAI is theft, not art!Happy holidays!Some rights reservedNetBSDVisual Studio CodeTailwind CSSNext.jsiFog GmbHRIPE NCCSweHosting